Skipað gæti ég væri mér hlýtt
Já já. Það er augljóst að tilskipanir Evrópusambandsins og samkeppnislögin dugðu ekki til að halda aftur af samráðsóðum yfirmönnum olíufélaganna. Satt best að segja þá fær maður óbragð í munninn því meira sem maður heyrir af samskiptum toppanna í félögunum og svo þykjast þessir menn ekki hafa vitað að þetta væri bannað! Tók tíma að bregðast við nýju lagaumhverfi? Nú eru reyndar á flestum þessum póstum komnir nýir menn til starfa, en það hlýtur að vera hægt að draga brotamennina til ábyrgðar með einum eða öðrum hætti. Á Þórólfur t.d. pólitíska framtíð?
Góðu fréttirnar eru þær að þótt olíufélögin hlýði ekki þá er hér maður í kjúklingabúningi sem gerir allt sem maður segir. Hann getur meira að segja moonwalkað.
Þessi helgi var ágæt afslöppun og gaman að hitta Gautann aftur en hann var hér í stuttu stoppi. Hann er í þann veginn að hefja störf hjá Seðlabankanum í New York.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home