miðvikudagur, desember 08, 2004

Tvær bækur

Lestrarklúbburinn Krummi kom saman í fyrsta sinn í gær og voru tvær bækur kynntar. Halldór Laxness, ævisaga eftir Halldór Guðmundsson og Múrinn í Kína eftir Huldar Breiðfjörð. Í annarri er farið yfir stærsta rithöfund Íslands, en í hinni yfir stærsta mannvirki í veraldar.

Það var gaman að heyra af glímu Halldórs við ævi skáldsins og hljómaði margt kunnuglega frá því að ég skrifaði gagnmerka BA ritgerð um Halldór Laxness og Kristnihaldið á sínum tíma. Það er svo mikið til um Laxness, t.d. uppköst að sögum, bréf og fleira að það af svo mörgu að taka. Það er erfiðast að takmarka sig og finna formið. Svo þarf auðvitað að passa sig á tilvísununum.....Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær ég eignast þessa bók.

Bók Huldars um ferð hans um Kína er mun áhugaverðari en ég taldi í fyrstu og hlakka ég til að fá mitt eintak í hendurnar. Kína er ótrúlegur draugur í samfélagi þjóðanna - fornaldarsamfélag sem er í miðju hoppi inn í nútímann. T.d. er enginn með heimasíma, en allir með gemsa. Ég skaut að honum auglýsingahugmynd: Múrinn í Kína, eina bókin sem sést utan úr geimnum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home