föstudagur, desember 03, 2004

Tveir gimsteinar

Rakst á sjaldgæfan gimstein á TCM stöðinni á Digital Ísland í gærkvöld. Þar var á ferðinni kvikmyndin Pat Garret & Billy the Kid. Svalur og rólegur vestri þar sem James Coburn eltist við Kris Kristofferson. Fyrir suma er hápunktur myndarinnar þegar Coburn/Pat Garret er í rúminu með fjórum konum í einu, en það sem mér fannst mest um vert er að Bod Dylan fer með stórt hlutverk í myndinni, leikur hnífakastarann Elías, grannur, flottur með pípuhatt og leðurhanska. Einnig sér Dylan um tónlistina í myndinni og er frægasta lagið auðvitað "Knocking on Heaven's Door". Snilldarræma.

Annað um Dylan. Fyrir stuttu var "Like a Rolling Stone" valið besta rokklag allra tíma. Auðvitað. Það sem færri vissu að það munaði engu að lagið kæmi bara ekkert út. Frá þessu er greint í Nýja Jórvíkurtímanum í dag. Eru allir markaðsmenn svona vitlausir?



Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home