fimmtudagur, desember 02, 2004

Og sigurvegarinn er.....

Í Úkraínu bítast tveir menn um völdin, Viktor Jústsénko og Viktor Janúkóvitsj. Umdeildar kosningar fóru fram. Báðir segjast vera sigurvegarar. Og báðir hafa rétt fyrir sér því nafnið Viktor þýðir sigurvegari.

Hitt er svo annað mál að Kristján Jóhannson var eins og fæðingarhálfviti í Kastljósinu í gær. Kristján, ef þú ert að lesa þetta, nú er þú sá klassíski listamaður sem náð hefur hvað lengst af mörgum góðum íslenskum. Finnst þér því ekkert skrýtið við það að það þurfi að borga þér 700 þúsund, hvað þá 1,7 milljónir, fyrir að hjálpa krabbameinssjúkum börnum? Þú átt þakkir skildar fyrir þitt framlag, svo langt sem það náði, en það breytir því ekki að þú ert dóni.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home