mánudagur, desember 06, 2004

Tilnefningar

Það er auðvitað erfitt að tjá sig um tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna vegna þess að enginn hefur lesið allar bækurnar sem í boði eru. Spurning hvort dómnefndin hefur meira að segja gert það. Aldrei átti ég von á að sjá Bítlaávarpið tilnefnt, eftir þá döpru dóma sem sú bók hefur fengið. Um helgina las ég Kleifarvatn og finnst það ekki vera verðlaunabók, og ósanngjarnt gagnvart lesendum að gefa hana út með hörðum spjöldum, þótt hún sé vissulega alveg ágætur krimmi. Guðrún Helgadóttir? Verðlaun fyrir vel unnin störf? Svo er ein ljóðabók og ein skáldsaga eftir ungan höfund. Þetta er eins PC og hugsast getur. Ég vona að Sigfús (Andræði) eða Auður Jóns (Fólkið í kjallaranum) taki þetta. Ég hefði samt viljað sjá þau keppa við Steinar Braga, Stefán Mána og Braga Ólafs. Þessar skoðanir byggja á dómum um bækurnar, samtölum við vini og flettingum í bókabúðum. Þennan lista má einnig skilja sem óskalista fyrir jólin!

Um fræðibækurnar þýðir líklega lítið að tjá sig. Dóri&Dóri taka þetta með glans. Ég hefði þó viljað sjá Vísindabyltinguna eftir Andra Steinþór Björnsson á listanum, en það er ein áhugaverðasta fræðibókin í flóðinu í ár.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home