mánudagur, nóvember 29, 2004

Nokkur orð um hæpaða bók

Getur maður ef til vill notað orðið oflof fyrir hæp? Líklega ekki. Oflof er sama og háð segir Snorri og hæp er annað en það. µer finnst bókin hans Þráins Bertelssonar, heiðurlistamanns alþingis, hafa verið hæpuð upp úr öllu valdi. Man t.d. einhver hvað bókin heitir? Hún er bara fræg fyrir að vera "bókin sem Þráinn lét lögfræðing lesa yfir".

Ástæðan er sú að þetta er glæpasaga með mörgum karakterum sem eru teiknaðir beint eftir fólki sem er áberandi í íslensku þjóðlífi.

Þá hlýtur maður að spyrja sig: Eru það tíðindi? Mitt svar er nei nei. Í þessari bók eru engar fréttir. Hér er ekki á ferðinni breið og stórbrotin þjóðfélagsleg ádeilda heldur ósköp venjulegur, sæmilegur, krimmi. Það er léttvægt að aukapersónur séu svo kunnuglegar að þær eru nánast dulnefni fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Björgólf Björgólfsson, Kára Stefánsson og er það þá eki upptalið? Það á ekkert að gefa aukalega fyrir það. Inn í þetta flækist svo hallærisleg uppsuða með völdum one-linerum úr Fóstbræðrasögu/Gerplu sem fór langt með að drepa hitt plottið sem er töluvert áhugaverðara.

Ætli þetta dulnefna-dropping sé ekki bara trix til að láta meginplottið virka minna fjarstæðukennt en það í rauninni er?

Lopinn er teygður á köflum, stikkorðum úr CSI er droppað á stangli og svo eru léttir bakþankaádeilukaflar inn á milli, t.d. um það að listaverk Þjóðbankans hafi fylgt frítt með bankanum og annað slíkt. Það er nú samt bara meira svona smádeila.

Botnlínan er þessi: Sæmilegasti krimmi frá höfundi Dalalífs. Hefur verið oflofuð og á örugglega eftir að seljast vel. Fáið hana því endilega lánaða hjá einhverjum og látið endinn koma ykkur á óvart. Lestími 3-4 klst.

ps.
Bókin heitir Dauðans óvissi tími.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home