Hypocrite lecteur! - mon semblable, - mon frère
Var að rifja upp hugleiðingar frá því að ég var námi og að netið kom fyrst til sögunnar, þá var mikið talað í bókmenntafræðinni um möguleikana á því að skapa á netinu svokallaða Hypertexta. Eins konar textanet þar sem maður gæti leitað að merkingartengslum orða og setninga í bókmenntum. Sjá t.d. http://eliotswasteland.tripod.com/. Gaman væri að sjá þetta tekið enn lengra til að hjálpa fólki að kynnast flóknum bókmenntaverkum. Bókmenntir eru undur.
En hvað er merking? Ef ég segi A er ég þá alltaf að meina A eða fylgir því alltaf svolítið B eða jafnvel C, jafnvel þótt ég taki það sérstaklega fram að ég sé alls ekki að meina C. Ef ég man Derrida rétt þá erum við alltaf að leita að einhverri merkingu í því sem við lesum og upplifum og leitin leiðir okkur áfram hingað og þangað en aldrei á leiðarenda. Hinni endanlegu merkingu er sífellt frestað. Við sjáum aldrei til botns. Það er því leitin sjálf sem er í raun merkingin.
Þess vegna er höfundurinn sjálfur ekki endanlegur merkingargjafi bókmenntaverka. Ef maður er meðvitaður um þetta þá verður lestrar-upplifunin sjálf miklu frjórri og meira gefandi viðburður og maður endurskapar bókmenntatextann með alveg nýrri túlkun og samsetningu. Því meira sem maður les, því meira skilur maður. Voru þetta virkilega nýjar fréttir fyrir 10-20 árum síðan? Hvað ætli menn séu helst að lesa í bókmenntafræðinni núna? Ætli femínisminn sé ennþá sjóðheitur þar? Er póstmódernisminn ennþá nýjasta nýtt? Varla.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home