mánudagur, janúar 10, 2005

Að rýna til gagns

Út er komin bókin Kafka on the Shore eftir Haruki Murakami, einn af mínum uppáhaldshöfundum. Hann kom til landsins í fyrra á Bókmenntahátíð og sá ég hann þar þrisvar. Nú er bókin sem sagt komin út á ensku og er hástökkvari vikunnar á óskalistanum mínum. Ágætur dómur um bókina á Guardian.

Ætlaði sjálfur að skrifa merka gagnrýni um Dylan myndina Masked & Anonymous sem ég horfði á í síðustu viku eftir að hafa fengið veglegan kassa frá Amazon. Ég held ég sleppi því að þreyta lesendur á tuði um þessa mynd. Dylan fanatíkerar munu kunna að meta hana. Ég er ekki lengur hissa á því að mynd með Bob Dylan, John Goodman, Jeff Bridges, Penelope Cruz, Mickey Rourke, Jessicu Lange, Val Kilmer, Angela Basset, Giovanni Ribisi, Christian Slater og fleiri súperstjörnum hafi ekki komið í bíó. Myndin er sjónræn túlkun á textaheimi Dylans og lýtur alls ekki lögmálum Hollywood.

Hún gerist á byltingartímum í ónefndu landi (Dylandi?) og fjallar um fjárplógsmanninn Sweetheart (Goodman) sem nær rokkgoðsögninni Jack Fate (Dylan of course) út úr fangelsi einræðisforsetans til að koma fram á góðgerðartónleikum til styrktar fórnarlömbum átakanna. Dylan er magnaður í hlutverki Jack Fate sem svarar öllu með dæmigerðum Dylan heimspeki-töktum. Samtölin og tilsvörin eru eiginlega styrkur myndarinnar, því þótt þetta séu brilljant leikarar þá eru þau öll einhvern veginn "star-struck" þegar í senum með Dylan, því hann ER myndin. Hann er svo heitur að stjörnurnar bráðna bara þegar þær koma nálægt honum.

Sameiginlegur þráður í þessari mynd og bókinni Chronicles Vol. 1 er að Dylan (sem er annnar handritshöfundanna) virðist alveg ótrúlega pirraður yfir þvi hversu fólk dáist að honum, og lítur upp til hans. Jeff Bridges leikur einkennilegan blaðamann sem telur að Dylan/Fate eigi svörin við öllum heimsins spurningum og bregst illur við þegar fátt verður um svör en one-linererar fljúga í staðinn. Þversögnin er sú að ef Dylan væri ekki svona dáður þá mundi þetta fræga fólk auðvitað ekkert nenna að leika í þessum skringilegheitum fyrir brot af venjulegu kaupi.

Masked & Anonymous er mynd fyrir sanntrúaða Dylan menn og konur og mun líklega ekki afla honum neinna nýrra aðdáenda.

Úbbs, þetta blogg átti að fjalla um að ég hefði engan tíma til að skrifa um þessa mynd.....jæja. Þið látið ykkur hafa það.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home