miðvikudagur, janúar 05, 2005

Erfitt en gaman

Verkefni sem ég óttaðist að mundi fara á versta veg virðist ætla að koma ágætlega út, ef það klárast. Meira um það síðar. Vonandi.

Í gær átti Ásta afmæli og óskaði hún eftir því að ég gerði lasagne til að gleðja í henni bragðlaukana. Eitt aðaltrixið með lasagna er að kaupa gott hakk í Kjöthöllinni og steikja það og gera grunninn að kjötsósunni með dags fyrirvara. Daginn eftir setur maður síðan alls konar gúmmulaði útí eftir smekk, sumir vilja t.d. gulrætur, og endur-sýður sósuna. Finnst þér þetta vera geðveiki? Málið er að margir réttir með soðnu nautakjöti bragðast betur þegar þeir eru hitaðir upp "daginn eftir" þegar kjötið er búið að mýkjast að fullu og bragðið búið að dreifa sér enn betur. Af hverju ekki að byrja degi fyrr og njóta þessara bragðgæða? Maður er orðinn svo tímabundinn. Ítalskar húsmæður eru t.d. allan daginn að sjóða ekta bolognese til að ná þessum áhrifum.

Jú, afmælið var skemmtilegt.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Slow food er miklu betri en fast food. Væri hægt að panta uppskriftina?

Kv.

Maggi

10:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home