föstudagur, apríl 08, 2005

Los diarios de Motocycletas

Eða eitthvað álíka hét myndin sem ég fór á í gær. Ákaflega myndrænt og skemmtilegt verk um Rómönsku-Ameríku og ferð tveggja félaga um álfuna. Annar þeirra er ljúfur læknanemi sem sárnar óréttlætið í álfunni en vekur þó gleði og fögnuð hvar sem hann drýpur niður fæti. Sérkennileg tilviljun er að sá er alnafni miskunnarlausa byltingarforingjans Ernesto Che Guevara. Góð byrjun á kvikmyndahátíð og vonandi get ég gefið mér tíma til að sjá sem flestar myndir.

Skrifuðum undir kaupsamning í morgun. Sérkennilegt tilfinning að nota debetkortið til að kaupa sér íbúð. Hefði maður kannski frekar átt að setja þetta á Visa rað?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home