Líknarsvelti?
Ég fæ hroll þegar ég hugsa um þetta Terri Schiavo mál í Bandaríkjunum. Blessuð konan er sem betur fer dáin núna en leiðin að því markmiði finnst mér subbuleg, jafnvel viðbjóðsleg. Schiavo málið kristallar í mínum huga átökin milli frjálslyndra viðhorfa og kreddufullrar íhaldssemi. Auðvitað var konan ekki lifandi nema samkvæmt tækniskilgreiningum - en í tæknina, í þessu tilfelli lagatæknina, var sótt aðferðin til að leiða þetta mál til lykta. Í mínum huga hefði verið heppilegra að gera það ekki. Til að binda endi á líf hennar var fundin aðferð sem var mitt á milli frjálslyndi og íhaldssemi. Einfaldast hefði verið að taka allar vélarnar úr sambandi - eða fremja á konunni líknarmorð, en það er harðbannað. Í staðinn var konan svelt til dauða, sem er sérstaklega kaldhæðnislegt því hún fékk hjartaáfall á sínum tíma vegna búlemíu.
Auðvitað er ákveðið tilfinningaklám að rísa upp með harmkvælum þegar heiladauður ameríkani er sveltur til dauða meðan hungur fellir þúsundir manna á dag um víða veröld, en samt er þetta viðbjóður og ekkert annað. Svo sýnir þetta mál líka hvað Ameríkanar geta verið klikkaðir, víla ekki fyrir sér að senda óharðnaða unglinga í rafmagnsstólinn, myrða jafnvel lækna sem stunda fóstureyðingar og hamast síðan í mótmælum og dómssölum til að koma í veg fyrir að heiladauð kona fái að deyja, hvort sem það er rétt eða ekki út af fyrir sig. En að svelta manneskjuna til dauða finnst mér alveg síðasta sort.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home