föstudagur, apríl 01, 2005

Að skjóta sig í fótinn

Ekki byrjaði hann gæfulega, nýi fréttastjórinn á Fréttastofu Útvarpsins. Það þarf stórt egó vafið mikilli vanþekkingu sem hnýtt er við handónýtt stöðumat, til að reyna þá tilburði sem Auðun Georg Ólafsson var með í viðtalinu við Ingimar Karl Helgason í dag. Ingimar er ekki mesti reynsluhundurinn á Fréttastofunni, en greinilega samt hörkutól. Í stuttu máli þá ákvað AUGÓ að byrja á því að ljúga að undirmanni sínum og reyna að snúa á hann með blöndu af no-comment og minnisskorti. Hvorugt er einkenni á góðum fréttahauki og er þá ætlunin að þetta einkenni Fréttastofu Útvarpsins í framtíðinni? Að segja ekki neitt og að muna ekki neitt? Er þetta stefnan sem Framsókn vill að ráði ríkjum, ég segi allavega nei takk, pent, fyrir mig.

Þvílíkur farsi. Þarna fannst mér AUGÓ vera í dauðafæri til að koma fram sem mjög sympatískur náungi og vinna menn (áheyrendur amk.) á sitt band, en í stað þess að skjóta á markið þá skaut hann sig í fótinn og kemur út, með fullri virðingu, eins og algjör hálfviti. Hvet ykkur til að hlusta á þetta viðtal á www.ruv.is og mynda ykkur ykkar eigin skoðun á þessum fýr.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home