föstudagur, mars 25, 2005

Rokkmúsir 2005

Árið 1995 var stofnaður félagsskapurinn Rokkmúsirnar. Þetta er hljómsveit, en þó ekki band. Hópur drengja sem hefur safnast saman á föstudaginn langa síðustu 10 áriin og tekið upp plötu. Ekki hefur verið fastur mannskapur undir merkjum Rokkmúsanna frá ári til árs. Mér hefur hlotnast sá heiður að taka þátt í starfi Rokkmúsanna síðustu 2 ár en því miður er svo komið að á 10. afmælisárinu féll starfsemin niður og því er ég ekki dauðadrukkinn í kvöl, föstudagskvöldið langa 2005 eins og ég átti kannski von á m.v. síðustu 2 ár. Meginástæðan er sú að burðarásar Rokkmúsanna eru erlendis og minni mýs ákváðu að halda að sér höndum. Menn vonast til að með vorinu verði þó bætt fyrir syndafallið og tekin upp vegleg afmælisplata. Er kannski pælingin frekar að gefa út safnplötu? Vonandi mundu þau lög sem ég hef samið að hluta eða í heild detta inn á safnpötuna: Kraftur í fjöldanum, Heima úti á sjó, Á ég að segja þér satt?, Þú ert með sætan rass eða Ég veit að enginn sér. Hver veit. ég er a.m.k. tilbúinn með næstu tvö lög: Sauður í úlfahjörð og Þessir sjúklegu leikir.

Annars bara heima um páskana til að eiga fyrir Reynimelnum og lánunum. Á morgun fer ég reyndar í trjáplöntunarleiðangur með föður mínum til að gera sumarbústaðalandið hans að Ytri-Skógum vistlegra. Ég ætti kannski frekar að láta pabba fá eitthvað af trjánum sem eru á mínu eigin sumarbústaðalandi á Laugarvatni. Ja, mínu eigin, það fer eftir því hvort stjórn Félags bókagerðamanna samþykki á mánudaginn sérstaka ályktun um að ég megi kaupa sumarbústað í þeirra landi. Það væri ekki amalegt ef maður keypti sér sumarbústað áður en maður keypti sér íbúð. Ekki slæmt.

Horfðum á Hemma Gunn í kvöld. Er Stöð 2 með karokí á heilanum? Idolið þeirra er afkáraleg útfærsla af meðalgóðu Ölveri á miðvikudagskvöldi og svo kemur þetta! Reyndar skemmtilegra en Idolið, því (amk núna) er fagfólk fengið til að syngja. Í Idolinu sitjum við uppi með wannabees frá Kópaskerum þjóðarinnar. Hemmi var flottur, en þarf hann virkilega að hlæja í öðru hverju orði. Hvernig væri hann ef hann væri að segja slæmar fréttir: Heyrðu Kris hihihi stín, hann hahah pah haha bi þi hihhihinn er með hví híhíhítblæði....

Elska ykkur öll. Gleðilega háska.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home