mánudagur, apríl 04, 2005

Hvað á páfinn að heita?

Já, nú velta menn fyrir sér næsta páfa, öllum virðist sama um hvaða kall verður fyrir valinu, en nafnið veldur umræðum. Besta tillagan sem ég hef heyrt þessi: Síðasti páfi hét Jóhannes Páll annar, þess vegna ætti næsta páfi að heita Georg Hringur fyrsti, gæti alveg starfað undir kjörorðinu: Allt sem þú þarft er ást....Kannski er þetta fyndnara á ensku...

Áttum ágætis helgi. Drukkum aðeins upp úr bjórkassanum sem við unnum á spurningakeppni drykkjurútanna á Grand Rokk. Kjartansgatan var svo líka þrifin í hólf og gólf. Hólf og gólf? Í morgun vaknaði ég í tandurhreinu svefnhólfi og fékk mér skyr í eldhúshólfinu....Skilur þetta einhver? Bendi á prýðisgrein hjá Agli Helgasyni á Vísi um muninn á anti-semítisma og gyðingahatri.

Óðinn Jónsson orðinn fréttastjóri, eins og ég mælti með um daginn. Mér fannst eins og annað hvort Óðinn eða Friðrik Páll hefðu átt að fá starfið. Er þá ekki allir sáttir og málið dautt? Er búið að taka til baka öll þessi vantraust sem dembt var yfir Markús Örn? Ja, maður spyr sig. Hvað gerist næst?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home