þriðjudagur, apríl 05, 2005

Mjök erum tregt fingur at blogga

Lítið að segja svo sem. Tók leigubíl í vinnuna vegna veðurs og slæms hnés. Fékk far heim eftir tíðindalítinn dag en fékk góða gesti til að horfa á fótbolta, drekka smá bjór og borða pizzu. Leiðinlegt hvað liðin sem eftir eru í Meistaradeildinni eru leiðinleg. Liverpool átti þó skáan dag, allavega skárri en á móti Bolton um helgina. Jafntefli hjá Lyon sem ég spáði fyrir nokkru að mundi vinna keppnina. Æ, hverjum er ekki sama. Páfinn er dauður og mér er illt í hnénu.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home