Fíflabani
Samstarfsmaður minn er í þessum töluðu orðum að hringja í alls konar búðir til að athuga hvort þeir eigi fíflabana. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég ætla ekki vera svo mikið fífla að snúa baki í hann næstu daga.
Gott framtak hjá Fréttablaðinu að rannsaka bankasöluna. Sé að menn berja sér á brjóst og guma sig af því að hafa gefið blaðakonu nægilegt svigrúm, væntanlega nokkra daga, til að skrifa svona ítarlegan greinaflokk. Menn ættu að fara sparlega í að hrósa sér of mikið, ef metnaðurinn væri alveg í lagi þá hefðu menn átt að spandera einum degi í viðbót til að setja þetta almennilega upp. Það nennir voða fáir að lesa svona ítarlega langhlemma. Það vantar svolítið klárari digest í þetta, þrátt fyrir góða viðleitni og víðtæka efnisöflun. Fyrst það var búið að leggja svona mikla vinnu í þetta af hverju þá ekki að gefa sér ögn af tíma með grafíker til að gera þetta brilljant?
Var að kaupa miða á Anthony and the Johnsons. Kostaði 4500 kall stykkið: Ergo fíflabani?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home