mánudagur, maí 23, 2005

Eurovision

Uppskrift að sigri í næstu keppni:
Vandamálin sem við þurfum að glíma við, þegar við ætlum að vinna næstu Eurovisionkeppni, er að ekki mega vera fleiri en 5 á sviðinu í einu.

Ég veit hvernig við vinnum þetta.

Sviðið er autt. Páll Óskar svífur inn á sviði í víragræju með klofið á undan og opnar íslenska framlagið með á elektrónískri ballöðu á ensku. Þrjár súperhott gellur í nánast engu, þar af einn kynskiptingur, berja á ruslafötur með sleifum. Mikilvægt er að áhorfendur sjái ekki strax hver bakraddasöngkvennanna er kynskiptingur, það eykur áhuga þeirra. Geir Ólafs kemur upp úr einni ruslafötunni og syngur tryllingslegan viðlagskafla á serbó-króatísku. Páll Óskar hleypur að Geir Ólafs og kippir honum úr jakkafötunum í einum rykk.
Um leið breytist lagið aftur í ballöðu og Páll Óskar syngur. Geir Ólafs hleypur að bakraddasöngvurunum og afhjúpar kynskiptinginn sem kveikir á blysi og flugeldum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home