Prentvilla eyðileggur frétt um flugvél
Frétt um CIA flugvél. Flugvélina notar CIA til að flytja hryðjuverkamenn frá heimalöndum sínum til þeirra staða í heiminum þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslu á föngum.
Flugvélin er sögð hafa lent á velli í námunda við Stokkhólk í desember árið 2001. Var ætlunin að ná í tvo Egypta sem grunaðir voru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Svíþjóð. Samkvæmt því sem fram kom í þætti á sjónvarpstöðinni TV4 handtók sænska leyniþjónustan mennina og framseldi hún þá í hendur CIA.
Fram kemur að flugmenn og farþegar í vélinni hafi hulið andlit sitt með grímum og klæðst samfestingum. Þeir klipptu fötin af föngunum og tróðu svefnlyfjum í endaþarm þeirra. Að því loknu voru fangarnir klæddir samfestingi með hettu sem huldi líkama þeirra.
Hálftíma síðar flaug vélin áleiðis til Egyptalands
Þetta er massafrétt, nema hvað þessi blessaði Stokkhólkur skemmir dramatíska effektinn.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home