föstudagur, maí 27, 2005

Þýðing dagsins

Lít kátur um öxl (Oasis)

Ef treðst þú inn hugar heima
Veistu að þeir hafa að geyma
Betri rólu-völl.

Þú hefur ei að þar sest
En hefur þó séð þau flest,
sem hægt nú hverfa öll

Í bæli starta uppreisn, held ég nú.
Því til höfuðs mér steig heilinn, segir þú.

Drullast’u út í sumargleði og grín
Rístu upp frá kamínunni
þurrkaðu glottið af grímunni
Því þú munt aldrei geta brætt mitt hjart....a

Sól Salvör er ein
hún bíður, of sein
er við göngum framhjá
Sál hennar svífur á braut
En líttu um öxl með gleði,
hún á mig skaut

Taktu mig með þér upp í sveit
þar sem enginn veit
mun á dag og nótt

Þinu lífi getur ei treyst
fyrir Oasis þú veist
þeir klúðra því mjög fljótt.

Í bæli starta uppreisn, held ég nú
Því til höfuðs mér steig heilinn, segir þú

Drullast’u út í sumargleði og grín
Rístu upp frá kamínunni
þurrkaðu glottið af grímunni
Því þú munt aldrei geta brætt mitt hjart....a

Hún Salvör er ein
bíður, of sein
er við göngum framhjá
Mín sál svífur á braut
En horfðu um öxl með gleði,
hún á mig skaut

Hún Salvör er ein
bíður, of sein
er við göngum framhjá
Mín sál svífur á braut
En horfðu um öxl með gleði,
Já, ekki með ógeði
Hún á mig skaut
Hún er vog en ég er naut.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home