föstudagur, maí 27, 2005

Tómt blogg

Ætlaði að blogga en er bara alveg tómur. Þegar ég fattaði það ákvað ég í staðinn að hella úr skálum reiði minnar, en viti menn. Þær voru tómar líka.

Upplifði athyglisvert móment í gær í samkvæmi þar sem ég var á spjalli með Jóni Ólafssyni og Gísla Marteini - fattaði að ég var að spjalla við atvinnumenn, vantaði bara Egil Helgason, það hefði nú verið spjall í lagi, nokkurs konar meta-spjall.

Sá svo Stefán Hilmarsson og Hildi Völu syngja Líf í dúett. Það var líka athyglisvert.

Nú er ég að hlusta á Fjólublátt ljós við barinn. Af hverju fjólublátt? Maður getur skilið að það sé fjólublátt ljós á klósettinu á Hlemmi, en af hverju vill Þorgeir Ástvaldsson fjólublátt ljós við barinn? Svo menn séu ekki að sprauta sig þar og kaupi frekar bjór?

Alveg tómur gaur að blogga hérna. Lifið heil um helgina og gangið um gleðinnar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home