miðvikudagur, júní 01, 2005

Star Was?

Sá fjórðu (fyrstu) Star Wars myndina í gær, nokkrum dögum eftir að hafa séð númer III, þ.e. sjöttu myndina. Það var skemmtileg upplifun. Reyndar fengum við hana bara með sem fríspólu, en nóg um það. Það var frábært að sjá hinn geigvænlega mun á tæknivinnunni í myndunum en það kom í sjálfu sér ekki á óvart. Eitt fannst mér sérstaklega skemmtilegt, en það var skylmingaatriði Svarhöfða og Obi Wan Kenobi. Í nýju myndunum þá fara þessir bardagar fram með miklum kúnstum og kynjum, menn hoppa upp um veggi og ég veit ekki hvað. Sérstaklega flottar skylmingar í lokin á Revenge of the Sith þar sem þeir takast á. Svo hittast þeir nokkrum árum síðar og þá eru það eins og gamalmenni á Grund að ýtast á með hækjum. Og fór sem fór. Og maður verður aldrei 10 ára aftur.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert lipur í boltanum í dag en hvernig heldurðu að þetta verði eftir 20 ár.

2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home