miðvikudagur, júní 15, 2005

The Final Solution

Lauk í gær við nýju skáldsöguna "The Final Solution" eftir Michael Chabon. Í grunninn er þetta einföld stutt glæpasaga sem gerist á Englandi árið 1944 og fjallar um morð og leit að páfagauk sem býr yfir leyndamáli sem verið lykillinn að miklum auðæfum og jafnvel sigri á nasistum. Ein aðalpersónan er Sherlock Holmes, þótt nafn hans komi ekki fram, 89 ára gamall býflugnabóndi sem áratugum áður var þekktur spæjari í London. Bókin er feikilega vel skrifuð og lýsir á dulúðlegan og átakafullan hátt hvernig sum mannanna verk eru handan alls skilnings, jafnvel færustu spekinga. Hér er lítill, en vel heppnaður, póstmódernískur demantur á ferðinni.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home