sunnudagur, júlí 03, 2005

PubQuiz

Sigur í Pubkvissinu - að þessu sinni með Kristjáni Guy, fyrrverandi fréttastjóra. Það verður nú að viðurkennast að hann vissi fleiri rétt svör en ég, t.d. nafn helsta aðstoðarmanns Taggarts. Þemað var Skotland. Einnig var spurt um Proclaimers, Hibernian, Ben Nevis og fleira skemmtilegt.

Þá var einnig staðfest að undirritaður (yfirritaður? alltumritaður?) verður spyrill í næstu keppni og eru lesendur hvattir til að fjölmenna. Ég hef ákveðið að þema keppninnar verði 101. Nú er bara að byrja að undirbúa sig. Þegar þessi orð eru rituð þá hafa fyrstu 18 spurningarnar verið samdar, ætti ég ekki að lofa léttri bjórspurningu svo sem flestir mæti?

Brilljant brúðkaup hjá Tobba og Evu í gær. Veislan var í sal Rafveitunnar í Elliðaárdalnum og var dagurinn allur frábær. Í dag er þynnri dagur en í gær. Kjúklingur er að marínerast og tvær nýjar bækur í poka: Blood Eagle eftir Craig Russel og The Queen of the South eftir Arturo Pérez-Reverte, sem er óðum að festa sig í sessi sem einn af mínum uppáhaldsrithöfundum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home