Houellebecq
Var að klára Áform (Platform) eftir Michel Houellebecq (Já, þurfti að googla nafnið, viðurkenni það....}. Alltaf gaman að lesa bækur sem storka og vekja mann til umhugsunar, bókin er eins konar stúdía á hvert tómhyggja og siðferðislega afstæðishyggja, hræsni og tvískinnungur Vesturlanda leiðir og hvernig trúarkerfi og kreddur munu aldrei geta liðið slíka þróun, enda hafi trúarbrögð (les. Islam) bæði ástæður og aðferðir til að berjast gegn slíku. Þessi spádómsþáttur í bókinni, sem kemur út um mitt ár 2001 er sérstaklega hrollvekjandi í ljósi atburðanna 11. september sama ár og ekki síður vegna þessa að bókin gerist að miklu leyti á stöðum í Tælandi þar sem flóðin urðu í fyrra.
Sá líka Batman: Alltaf gaman að sjá myndir um baráttu góðs og ills þar sem hið góða sigrar að lokum.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home