Duran Duran
Ég er feginn að Duran Duran kemur til Íslands með fullskipað lið, það hefði ekki orðið raunin hefðu þeir komið fyrir nokkrum árum síðan. Þeir eru tiltölulega nýbyrjaðir aftur. Ég skoðaði nýlega set-lista og lofa þeir góðu fyrir Egilshöllina í kvöld. Hlakka til. Að ákveðnu leyti er þetta líkt því og að fara á nýju StarWars myndirnar, maður þarf að fara aftur í tímann í huganum til að njóta þess. Komast í snertingu við sinn 12 ára innri mann.
Að mörgu leyti verður þetta eins og utanlandsferð í kvöld, ég hef aldrei farið á tónleika í Egils og hef ekki hugmynd um hvernig er best að komast þarna upp eftir. Fæ líka martraðir um umferðarhnúta þar sem ökumenn með grifflur og sítt að aftan liggja á flautunni meðan Duran brillerar á sviðinu.
Flottur leikur hjá Brössunum í gær. Furðulegt að sjá hvernig þeir fögnuðu. Glöggir lesendur muna eftir því hvernig trúarhiti leikmanna kom í gegn þegar þeir hömpuðu heimsmeistaratitlinum um árið. Nú gengu þeir enn lengra, hlupu um völlinn í bol með "Jesus loves you" áletrunum og krupu svo í hring og báðu saman. Reyndar var fótboltinn þeirra algjört kraftaverk og spurning hvort KR-ingar ættu að prófa þetta áður en það fýkur endanlega í öll Frostaskjól?
Á von á skemmtilegu brúðkaupi á laugardaginn og hlakka mikið til. Föstudagurinn er að mestu óskrifað blað, en....
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home