föstudagur, júlí 01, 2005

Re-Union of the Snake, Duran Duran Úttekt Úttekt

Gær var gaman. Duran Duran Upphitun Upphitun á Kjartansgötu Kjartansgötu. Svo tókum við þá áhættu að fara með taxa í Egilshöll. Brilljant móment þegar DD stigu á svið og þeir stilltu sér upp í ljósashowinu. Böðuðu sig í töffaraskap, píkuskrækjum og tilbeiðslu eins og árið væri 1984.

Lögin komu ekkert sérstaklega á óvart, sándið var eitthvað trufla þá í byrjun en svo hrökk allt í fullan gang með ómældri gleði. Mér finnst LE Bon hafa farið töluvert fram í söng, en hann fékk líka góðan stuðning frá þokkafullu úunni og Nick Rhodes, þegar hann gaf sér hlé frá ljósmyndatökum. Muna: tékka betur á hvort það sé hægt að finna myndirnar hans einhvers staðar.

Flóki hafði á réttu að standa þegar hann sagði að John spilaði á bassann bara fyrir stelpurnar, gaurinn er frummynd töffarans að mínu mati, leðurbuxur og hermannajakki. Ég saknaði þess þó að sjá hann taka svokallað John Taylor hlaup. JT hlaup er þegar bassaleikari byrjar aftasta á sviðinu, hallar hausnum aftur, reigir sig og brokkar svo alveg fram á sviðsbrún og hneigir sig yfir bassann. Þetta var ekki gert í gær og er það miður.

Andy Taylor er útlitslega séð rokkarinn í hljómsveitinni, sítt hár, sólgleraugu, sígaretta. Þrátt fyrir frábært Duran krád þá glumdi nú mest í Egilshöll þegar hann tók gítarriff frá AC/DC. Þannig var nú það.

Fattaði í gær að Roger Taylor, mitt gamla goð, er tvífari Steingríms Eyfjörð myndlistarmanns. Báðir líka þetta pollrólegir. Roger var sá Duran maður sem var mest etís í útliti að mínu mati. Í hvítum hermannabuxum og leðurvesti.

Simon Le Bon var ágætur. Honum lá ekkert sérstaklega mikið á hjarta. Hann er í flottu formi og með skemmtilega eitís dansmúv. Svo gaf hann áhorfendum val milli þess að taka lagið Make Me Smile (Come Up and See Me) (Gömul B hlið, Coverlag) og Reflex. Salurinn var ekki í vafa. Fle fle flex.

Eitt af því sem fór mest í taugarnar á mér við Lou Reed tónleikana mína var hversu rosalega mikið hann breytti þekktustu lögunum sínum (gott og vel, skapandi listamaður og allt það), en Duranið fór ekki þangað. Þeir voru miklu meira að hugsa um showið. Sem er lika gott. En auðvitað hefði maður alveg getað haft gaman af því ef þeir hefðu eitthvað reynt að prjóna við, endurskapa, enduruppgötva. En kvöldið snerist ekki um það. Showið var flott.

Að tónleikunum loknum átti að halda í eitthvað after show partí uppi í Egilshöll en þegar við sáum að fleira fólk var á leið upp heldur en út. Stöldruðum því við á barnum í staðinn og hittum fólk og fórum svo út í von um leigubíl. Nei ó nei. Traffíkin var ennþá geðveik. Ég var við það að missa vonina þegar ég sá útundan mér stóru gulu limmósínuna 114 og án frekari refja þá brunuðum við framhjá öllu veseninu, niður í Ártún og þaðan beint niður á Hlemm miklu hraðar en allir aðrir og fyrir brot af kostnaði annarra. Horfði svo á kvöldþáttinn endursýndan og grét úr hlátri yfir Sigurjóni Bjarnasyni fréttamanni þegar hann ætlaði að tékka á Duran Duran stemmningunni í Laugardalshöll og greip í tómt.

Lagalisti kvöldsins var annars sem hér segir:

SUNRISE
HUNGRY LIKE THE WOLF
PLANET EARTH
UNION OF THE SNAKE
WHAT HAPPENS TOMORROW
COME UNDONE
CHAINS
SOUND OF THUNDER
TIGER TIGER
CHAUFFEUR
VIEW TO A KILL
ORDINARY WORLD
SAVE A PRAYER
TASTE THE SUMMER
NOTORIOUS
NICE
CARELESS MEMORIES
WILD BOYS

THE REFLEX
GIRLS ON FILM
RIO

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að skoða duranduran.com og sá þar að uppklappslögin hafa oft verið 1-2 en sjaldan 3. Var svona góð stemmning í Grafarvoginum eða er ástæðan önnur?

2:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home