Álkarlinn dansandi
Ég er sérlega óánægður með eitt. Það er að hafa misst af tækifærinu til að taka þátt í gjörningi á 17. júní sem fólst í því að sletta grænu skyri á mann sem var vafinn inn í álpappír og dansaði (nákvæmlega) eins og vitlaus maður fyrir utan Sirkus (barinn, ekki sjónvarpsstöðina, blaðið, símafyrirtækið og útvarpsstöðina og ég veit ekki hvað). Ég gerði hins vegar nóg af öðrum hlutum um helgina og er eitrið svona smátt og smátt að seytla úr líkamanum, þeim hinum sama og þarf í dag að hrista sex daga fjallaferð fram úr erminni.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home