föstudagur, ágúst 19, 2005

Bastían bæjarfógeti

Hvernig líst mönnum á Skarphéðinsson sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar? Það býður upp á skemmtilega leikfléttu fyrir flokkinn. Alla vega mundi embættiskeðjan fara vel á kappanum. Össur á líka pistil dagsins: Celebrity spotting í World Class.



Menningarnóttin blasir við. Fullt af hlutum að gerast og maður kemst líklega hvergi að. Gulli Briem verður við Landsbankann ásamt hljómsveitinni sinni Earth Affair og er ekki útilokað að Nelson Mandela mæti á svæðið. Draugasýningin í Morgunblaðshöllinni er líka áhugaverð, heyrst hefur að aðalstjarna sýningarinnar verði kaldastríðsdraugur Morgunblaðsins. Svo ætti maður kannski að reyna að taka þátt í maraþoni skrifstofumannsins við Hellusund klukkan 2? Ef myndin prentast vel má sjá menningu vinstra megin.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home