Suburban birds
Rétt eins og við mennirnir mæta mávarnir í vinnuna í miðborginni á morgnana. Síðdegis svífa þeir eftir sínum breiðu mislægu götum inn í úthverfin með útvarpið í eyrunum. Hvort ætli mávarnir vilji Gísla Martein eða Villa kollu sem borgarstjóraefni sitt?
Hvaða dularfulli kassi er þetta sem er úti í hólmanum á Tjörninni? Er þetta sprengja? Á að sprengja hólmann á menningarnótt?
Hvað er menningarnótt? 101 verður krökkt af fólki í leit að menningu en finnur ekkert nema hvert annað, alls ekki það sem það er að leita að. Á svona dögum hittir maður alla en um leið næstum engan. Svo horfir mannhafið á flugeldasýningu við hafnarbakkann. Svo kemur haust og fólk hvílir sig í frystikistunum í kjöllurum fram að Þorláksmessu.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home