Nýtt orð 2
Tölvumúsarindill. Þetta orð kom fyrir í frábærri sjónvarpsfrétt Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar um skort á heybaggaböndum í landinu í gær. Orðið skýrir sig sjálft og er alveg stórkostlegt. Stöð 2 átti slöppustu frétt dagsins í gær þegar þeir greindu frá 50 ára afmæli Kermits. Ekki það að Kermit sjálfur sé lélegur, þvert á móti. Hins vegar saknaði maður þess að ekki var átt viðtal við kappann. Svo er líka hvimleitt þetta slúður að hann og Miss Piggy séu saman. Óþolandi þessi slúðurpressa á Íslandi.
Gúrkutíð? Maður spyr sig.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home