Mogginn fyrstur með Su Doku?
Su Doku þrautirnar fara eins og eldur í sinu um útgáfuheiminn. Ég kynntist þessum þrautum fyrst í lista og menningarritinu The Sun en þrautin gengur út á að setja ákveðnar tölur í ákveðna reiti eftir ákveðnum reglum. Bæði Blaðið og Viðskiptablaðið hafa boðið lesendum sínum að spreyta sig á Su Doku undanfarnar vikur. Morgunblaðið lifir hins vegar í eigin heimi og finnur reglulega upp hjólið. Segist nú munu kæta Íslendinga með því að birta stórsniðugar Su Doku reglulega. Ekki fyrstur, ekki annar, heldur þriðji fjölmiðillinn á Íslandi.
Trixið við að leysa Su Doku þrautir felst að vera lipur í útilokunaraðferðinni. Maður þarf ekki að kunna að telja.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home