Menningarnótt hápunktar
Tókum þetta af töluverðum krafti á laugardaginn.
Gömul íslensk málverk á Þjóðminjasafninu. Vel geymt leyndarmál.
Manntafl Franks Hall og Lúðrasveitanna á útitaflinu, besta hugmynd dagsins.
Safn við Laugaveg, hafði aldrei komið þangað áður. Langar aftur og vill fá leiðsögn.
Skartgripabúðin við hliðina þar sem búið var að tyrfa allt inni.
Raflistaverkin hjá Ragnari Helga og félögum í Nýlistasafninu. Spennandi rafmagnsspegill þar sem maður sér sjálfan sig og fólk sem var áður á staðnum.
FIskisúpa á Óðinsgötunni í frábærum hópi.
Jagúar hjá Landsbankanum (sjá mynd). Missti því miður af Gulla Briem og Nelson Mandela.
Flugeldasýning Orkuveitunnar þar sem rafmagnsreikningarnir fuðruðu upp yfir höfninni.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home