miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Sá skáldsögu í gær


Anthony Hopkins, Gary Sinese og Nicole Kidman léku í henni. Þetta er bara ein besta skáldsaga sem ég hef séð síðan ég man ekki.

Ég hef undanfarna daga reynt að auka hina takmörkuðu niðurrennslugetu baðvasksins, en með grátlega litlum árangri. Hvorki drullusokkur né stíflueyðir hefur virkað. Vatnið seytlar alltaf niður í jafn miklum rólegheitum. Á maður að þora að skrúfa bölvaðar leiðslurnar í sundur, eða er maður þá að bjóða hættunni heim? Er það ekki áhættuatriði sem framkvæma ber undir eftirliti atvinnumanna?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kannski er þetta hár, kannski ertu að verða sköllóttur. Kannski er vatnið svona þykkt?

6:45 e.h.  
Blogger Erna Erlingsdóttir said...

Ég skrúfaði niðurfallið á eldhúsvaskinum mínum í sundur (og saman aftur) í vetur án þess að neitt katastrófískt gerðist. Hins vegar dugði það ekki til að losna við stífluna því hún var neðar, en stíflueyðirinn "Flow" sem er 66% brennisteinssýra (fæst í Húsasmiðjunni og sennilega fleiri byggingarvörubúðum) bjargaði málunum á endanum.
Hefurðu prófað almennilegan stíflueyði eða bara eitthvert umhverfisvænt dót sem gerir engu mein, ekki heldur stíflunum?

12:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home