fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Að skulda eða ekki?

Síminn var að ljóstra því upp að hann hefði breytt skuld Skjás eins við sig í hlutafé. Hmmm, var ekki talað um það að Síminn væri ekki í lánastarfsemi? Gátu þeir ekki breytt skuld Skjásdrengjanna líka í hlutafé og sleppt þeim við að fara í fangelsi? Ætli lífeyrissjóður verslunarmanna væri ekki til í að breyta húsnæðisláninu, nja, nú teygði ég lopann aðeins of langt.....

Össur fer með himinskautum á blogginu sínu. Nú plaffar fyrrverandi formaðurinn á Gísla Martein vegna kjarkleysis og hrósar Árna Mathiesen fyrir að koma loksins upp úr kafi en sjávarútvegsráðherra telur sitt helsta gagn nú vera að berjast gegn grimmdarlegu drápi á kengúrum í Ástralíu.

Leiðindaveður í borginni og ekkert útlit fyrir sumarlokahitabylgjuna sem ég var að vonast eftir.

Byrjaði í gær á The Historian eftir Elisabeth Kustova, hún fer vel af stað. Verður næsta metsölubók a la Da Vinci lykillinn. Hver ætli nái að tryggja sér útgáfuréttinn á Íslandi? Hún er þó betur skrifuð en Da Vinci lykillinn og það gæti háð henni í Bandaríkjunum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home