mánudagur, september 05, 2005

Farvel Franz

Stórkostlegir tónleikar á föstudaginn í krika Kaplans. Gaman að heyra svona mikið af nýjum lögum í bland við þessu "gömlu" góðu. Take me out var reyndar kynnt sem gamall standard. Stuðið var gott. Ef myndin prentast vel má sjá hálfgríska guðinn Alexander Paul Kaprano standa ofan á bassatrommunni.



Borðuðum á tælenska staðnum SÍAM fyrir tónleikana sem var hlaðinn stórstjörnum og fór mitt gamla goð Jón Kr. Gíslason, fyrrum landsliðsfyrirliði í körfuknattleik, þar fremstur í flokki. Eftir tónleikana var Kaffibarinn sóttur heim, enda gleymast gömlu kynnin ei. Menn eru þó hættir að dansa þar uppi í borðum held ég. Við Gummi tókum þó smá syrpu og helltum niður bjór og eitthvað.

Daginn eftir ætlaði ég að fara aðeins rólegar í hlutina og fórum við í rólegt þrítugsafmæli. Kom heim klukkan sex um morguninn eftir nátthúfu í híbýlum aðalsprautu hljómsveitarinnar Delicia Mini.

Í gær var fyrsti fótboltatíminn í KR heimilinu. Stutta að fara. Lífið í Vesturbænum er sweeeeeeeet.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home