Útlendingar sendir í sláturhúsin
Nú vill enginn Íslendingur með Íslendingum vinna í sláturhúsi, ekki frekar en á leikskólum eða hjúkrunarheimilum eða í fiski, höfuðatvinnuvegum láglaunaþjóðarinnar. Er þetta ekki Kárahnjúkavandinn í hnotskurn, ruðningsáhrif virkjanaframkvæmdanna eins og það er kallað. Þensla. Umframeftirspurn eftir vinnuafli. Til hvers að slátra kind þegar þú færð meiri pening fyrir að steikja hamborgara. Til hvers að passa barn þegar þú færð meiri pening fyrir að passa upp á að gólf séu hrein. Erfiðar spurningar? Tja.
Sumir mundu segja að trixið væri að hækka launin í leikskólunum, foreldrarnir væru sáttir við það, en mundu þá ekki Samtök atvinnulífsins rísa upp á afturlappirnar og segja að hið opinbera væri að skapa óeðlilegt launaskrið og svo framvegis og verðbólgan væri að æða af stað bla bla bla.
Það er vandlifað.
Skilst að Billy sé mættur á svæðið. Það eru gleðifréttir.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home