mánudagur, ágúst 29, 2005

Hinn mjúki ég

...eldaði tvíréttað fyrir Kára og Krissu og Orra sem sóttu okkur heim, ef okkar hálfkláruðu híbýli verðskulda þann titil.

Eftirfarandi var á borðum:

Forréttur: Smjörbakaður hvítur aspas með grillaðri lambalund "a la Skerjaver"
Aðalréttur: Nýveiddur parmesanhjúpaður Apavatnsurriði steiktur í smjör með blaðlauk og fennel.
Með: Nýupptekinna kartöflugratín með fersku spergilkáli og blómkáli, fetaosti og rjóma.

Lexia dagsins: Það klikkar ekki að kaupa allt það ferskasta sem hægt er að finna og matreiða það með smjöri.

Annars er uppskriftin að gratíninu svona:

Rauðlaukur mýktur vel upp í olífuolíu í stórum potti sem má fara inn í ofn. Tvö vatnsglös sett út í og þegar farið er að rjúka þá er sett ein matskeið af kjúklingakrafti (secret ingredient). Nýjar kartöflur og nýtt spergil og blómkál sett út í og látið krauma vel þangað til vatnið hefur minnkað um helming. Þá er kurluðum fetaosti hent útí og slettu af rjóma, ásamt salti og pipar og hrært og svo gratínostur settur yfir. Gratínerað í ofninum í 35 mínútur við 180 gráður eða þar til allt er mjúkt.

Hinn harði ég kláraði Pöbbkvissið í fjórða skipti, að þessu sinni með Kára klára. Á laugardaginn fórum við upp í bústað þar sem Hanna hagamús komst í feitt og fékk grillaða nautasteik. Veður var fínt.

Er hálfnaður með The Historian, á köflum er hún fjandi góð en stundum dettur hún niður í fáranlegar klisjur og apaheit.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home