fimmtudagur, september 22, 2005

Njála

Er að lesa Njálu, þá stórfyndnu bók. Í gær lá ég í krampa yfir þessum kafla þegar Ólafur Pá gefur Gunnari hundinn Sám.

En að skilnaði mælti Ólafur til Gunnars: "Eg vil gefa þér þrjá gripi, gullhring og skikkju er átt hefir Mýrkjartan Írakonungur og hund er mér var gefinn á Írlandi. Hann er mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og að hann hefir mannsvit. Hann mun og geyja að hverjum manni þeim er hann veit að óvinur þinn er en aldrei að vinum þínum því að hann sér á hverjum manni hvort til þín er vel eða illa. Hann mun og líf á leggja að vera þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur."

Síðan mælti hann við hundinn: „Nú skalt þú Gunnari fylgja og vera honum slíkur sem þú mátt“

Það er ekkert verið að siga hundinum eða neitt, bara ávarpaður eins og öldungarnir í sveitinni.

Einnig var ég að velta fyrir mér kaflanum þegar Kári kemur Njálssonum til bjargar, er þetta einstakt dæmi í hinum klassísku Íslendingasögum þar sem maður siglir inn í söguna ókynntur, ekkert "Kári hét maður og var Sölmundarson, var hann mann best vígr...." etc.

Er Kári ekki einhvers konar endurholdgun Gunnars? Hann notar amk. svipuð trix í bardögum....

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home