fimmtudagur, september 22, 2005

PR stríðið heldur áfram

Mér fannst Arnar Jensson vera með fínt PR fyrir Ríkislögreglustjóraembættið í þáttunum í gær. Kom vel fyrir, átti sviðið einn og hljómaði skynsamlega þar sem hann útskýrði hitt og þetta. Hann vann inn nokkur stig fyrir ákæruvaldið með þessari framgöngu.

Baugur er hins vegar ennþá yfir í stríðinu, ekki síst eftir harðorða yfirlýsingu Jóns Ásgeirs núna áðan þar sem hann hakkar Arnar og félaga í sig og bendir aftur á allt klúðrið - sem er í fullkomnu samræmi við allt það sem Baugsmenn hafa haldið fram frá byrjun.

Stay tuned.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home