þriðjudagur, september 06, 2005

Óskablogg: Fagmennska í auglýsingamennsku

Í þessu fyrsta óskabloggi var ég beðinn um að fjalla um fagmennsku í auglýsingamennsku. Í fljótu bragði má segja að þetta tvennt fari alls ekki saman, en kannski er það full ódýr lausn á þessu. Mér finnst athyglisvert að beiðandi bloggsins notar orðið auglýsingamennska sem er vinsælasta blótsyrði vinstri-grænna. Sá stjórnmálaflokkur grætur enn að hafa klúðrað kosningabaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar en þá skemmdu slappar auglýsingar fyrir þeim meðan snjallar auglýsingar hjálpuðu Framsókn. Í stað málalenginga kom Framsóknarflokkurinn fram með 2-3 einföld mál sem voru gerð skil í sjónvarpsauglýsingum sem byggðust á einföldum og smellnum hugmyndum. Miklu auðveldara að styðja slík einföld mál heldur en almennt orðað þvaður um að auka áherslu á samráð um ráðstöfun ákveðinna svæða landsins bla bla bla.

Hér er því komið dæmi um fagmennsku í auglýsingamennsku, og er orðið auglýsingamennska þá skilin á jákvæðan hátt. Auglýsingamennska sem slík er þó lítils virði ef -mennska hlutinn er tekinn frá, þ.e. ef ekki er innistæða fyrir auglýsingunni. Þá er betur heima setið, en af stað farið. Hið sama gildir um fagmennskuna. Ef fagið sjálft ræður öllu án tillits til mannlega þáttarins þá er betra að bíða heima. Fagmennskan snýst því ekki eingöngu um tæknilegar hliðar, heldur einnig að geta talað til fólks um eitthvað sem skiptir það máli, alla vega þegar auglýsingar og boðskipti (kemur það ljóta orð) eru annars vegar.

Þegar horft er á íslenskar auglýsingar gefur fátt að líta sem bendir til þess að fagmennskan nái alla leið. Börkur Arnarson á Íslensku auglýsingastofunni talar um að íslenskar auglýsingar séu „þar sem skást er best“. Semsagt: Ekkert æðislegt.

Hvað finnst ykkur? Getið þið nefnt einhverjar frábærar íslenskar auglýsingar?

Endasleppt blogg? Nja....

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home