Á fallbeygingunni skaltu þekkja þá
Í kosningum vinna sumir og aðrir tapa. Er þá stundum talað um að falla í kosningum, t.d. ef maður nær ekki því sæti sem sóst var eftir. En að fallbeygja í kosningum virðist vera deyjandi listform. Tökum dæmi af ímynduðum frambjóðanda sem sækist eftir 1. sæti hjá Framsóknarflokknum sem heitir Halldór Finnur. Þá er rangt að segja Halldór Finnur í fyrsta sætið, heldur á að segja Halldór Finn í fyrsta sætið. Ég vil sem sagt ekki Halldór Finnur í fyrsta sætið. Takið eftir því í komandi prófkjörum hverjir gera þetta rétt.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home