þriðjudagur, janúar 03, 2006

Verðhækkanir vegna verðhækkana

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju menn komast upp með það að nota hækkanir á neysluverðsvísitölu til að réttlæta hækkanir á gjaldskrá. Um áramótin hækkaði strætó í takt við verðbólgu, að sögn. Af hverju þarf að vera dýrara í strætó, þótt húsnæðisverð hafi rokið upp? Maður gæti etv. skilið ef strætó þarf að hækka vegna meiri bensínkostnaðar, en nú spilar til dæmis tannlæknakostnaður ákveðna rullu í neysluverðsvísitölu og af hverju kemur hækkun þar fram í dýrari farmiða milli Haga og Sunda? Fjandakornið, tökum við þetta gilt?

Fyndin frétt á Vísi um að fimm íslenskir hestar hafi látist í lestarslysi.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er auðvitað fáránlegt að borga 500 kall fyrir að fara í strætó í vinnuna og heim. Það á að vera frítt í strætó og engar refjar!
ÁA

12:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home