þriðjudagur, júlí 18, 2006

Firring unga fólksins

Það er engu logið um nýjar íslenskar kartöflur, þær eru alveg svakalega góðar, sérstaklega ef þær ná að koma upp í munn sama dag og þær koma upp úr jörðinni, skiluru. Fékk nýuppteknar kartöflur tvisvar í gær, enda tengist það mínu starfi að halda kostum íslenska grænmetisins á lofti, svo það komi skýrt fram. Fyrst í hádeginu á Þremur frökkum og svo um kvöldið heima þar sem ég reiddi fram soðna ýsu og kartöflur í fyrsta skipti á ferlinum. Firring?

Hitti nágranna minn sem sagðist hafa keypt nýuppteknar kartöflur í gær. Sagðist hafa keypt 350 grömm á rúmlega 1.500 krónur kílóið. Firring? Mér blöskraði, enda sá ég að Bónus seldi jarðeplin á 199 kr. kílóið. Í ljós kom að granninn hafði keypt eitt og hálft kíló á 350 kr. kílóið en ekki öfugt. Firring?

Að finnast kartöflur eitthvað til að gera veður út af? Firring.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home