fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Bruðl Orkuveitunnar

Um daginn var hringt í mig frá Gallup Capacanetencenc eða hvað sem það ágæta fyrirtæki heitir. Efni símtalsins var könnun um málefni Okruveitu Reykjavíkur.

Venjulega er látið duga að spyrja svona tíu til fimmtán spurninga, enda gefur það ágæta mynd af áliti fólks og kostnaðurinn viðráðanlegur, enda kostar hver spurning drjúgan skilding. Skemmst er frá því að segja að Okruveitan spurði eins og vindurinn. Meðal spurninganna var: "Á skalanum einn til tíu: Hversu nálægt því er Orkuveitan, að vera hin fullkomna orkuveita" og "Við hversu marga hefur þú talað um málefni Orkuveitu Reykjavíkur síðustu 12 mánuði." Þetta er án efa dýrasta og ómarkvissasta skoðanakönnun sem nokkurn tímann hefur verið gerð á Íslandi. Ég var sleginn út af laginu og hætti að telja spurningarnar þegar ég var kominn upp í 35.

Bruðl, bruðl, bruðl.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, amma þín vissi á hverju hún átti von og neitaði að svara! Ég sjálfur gekk einu sinni í gegnum þessar asnaspurningar og tek aldrei þátt aftur

1:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bruðl Póstsins

Hvað með Póstinn?? Af hverju gagnrýnir enginn bruðlið hjá honum?

Pósturinn er búinn að gera þrjár ógeðslega dýrar sjónvarpsauglýsingar sem eru keyrðar í klessu á öllum sjónvarpsstöðvum.

Pósturinn er með einkaleyfi á dreifingu á merktum pósti og við borgum honum í gegn um orkuveituna, bankana, lífeyrissjóðina, tryggingafélögin, skattinn og aðra aðila sem við verðum að vera í bréfasambandi, hvort sem okkur líkar betur eða ver.
KP

10:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home