Sufjan
Næsta stórstjarna alternativar tónlistar heitir Sufjan Stevens. Það er nokkuð ljóst eftir magnaða tónleika í Fríkirkjunni á föstudag. Við vorum svo heppin (les útsmogin) að fá sæti á fremsta bekk og nutum þessara tónleika alveg í botn. Sufjan sjálfur virkar feiminn, en um snilligáfuna þarf enginn að efast. Lögin eru frábær og leiðin liggur upp á við hjá kauða. Langt upp á við.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
3 Comments:
Er ekki réttara að segja að Sufjan sé þegar orðinn "stórstjarna alternativar tónlistar" í ljósi þess að Michigan var víðast á listum yfir bestu plötur ársins 2003? Hvað sem því líður þá voru tónleikar hans í Fríkirkjunni ævintýralegir og í raun betri en maður þorði að vona.
Kannski, og ég held að hann fari líka að selja plötur eins og stórstjarna og verði eins þekktur og Björk.
Þeim sem misstu af snilldinni bendi ég á You Tube, þar sem sjá má upptökur af túrnum frá útsmognum en heittrúuðum aðdáendum.
ÁA
Skrifa ummæli
<< Home