sunnudagur, nóvember 19, 2006

Sufjan

Næsta stórstjarna alternativar tónlistar heitir Sufjan Stevens. Það er nokkuð ljóst eftir magnaða tónleika í Fríkirkjunni á föstudag. Við vorum svo heppin (les útsmogin) að fá sæti á fremsta bekk og nutum þessara tónleika alveg í botn. Sufjan sjálfur virkar feiminn, en um snilligáfuna þarf enginn að efast. Lögin eru frábær og leiðin liggur upp á við hjá kauða. Langt upp á við.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki réttara að segja að Sufjan sé þegar orðinn "stórstjarna alternativar tónlistar" í ljósi þess að Michigan var víðast á listum yfir bestu plötur ársins 2003? Hvað sem því líður þá voru tónleikar hans í Fríkirkjunni ævintýralegir og í raun betri en maður þorði að vona.

10:09 f.h.  
Blogger Örn Úlfar said...

Kannski, og ég held að hann fari líka að selja plötur eins og stórstjarna og verði eins þekktur og Björk.

10:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þeim sem misstu af snilldinni bendi ég á You Tube, þar sem sjá má upptökur af túrnum frá útsmognum en heittrúuðum aðdáendum.
ÁA

12:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home