Traustur vinur leggur Sleggju
Hef ekkert um málið að segja. Mig langaði bara að skrifa þessa fyrirsögn.
Get svo sem ítrekað það að Sufjan Stevens og James Bond gerðu liðna helgi svo frábæra að ég fór ekki úr náttfötunum allan sunnudaginn.
Í morgun fékk bókaútgáfan Spott ehf úthlutað langþráðri kennitölu. Í kjölfarið var strax sótt um vsk númer, sem tekur einhvern tíma. Um leið var óskað eftir því að stofnaður væri reikningur í nafni félagsins í mínum viðskiptabanka. Það tefst vegna laga um peningaþvætti.
Já, það er ekki átakalaust að gefa út bók.
Ljósi punktur dagsins var að samið var við Hagkaup um sölu á bókinni. Vonandi kemst hún í búðir fyrr en varir.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home