mánudagur, nóvember 06, 2006

Frjálslyndir íhaldssamir

Magnús Þór Hafsteinsson sagði í Silfinu í gær að Frjálslyndir vildu íhaldssemi í innflytjendamálum. Verða þessir menn, sem tala svona mikið um 'þetta fólk' ekki að fara nefna einhver atriði sem þeir vilja hafa meira frjálslyndi í? Bara svona nafnsins vegna...

Ég fagna því að tekin sé upp umræða um innflytjendamál. Er það satt að við séum að flytja inn vinnuafl sem hagstjórnartæki, til að halda aftur af launaskriði? Er þetta ein hliðin á stóriðjustefnunni? Hátækni út, lágtækni inn? Hvernig atlæti fær það fólk sem flyst til landsins? Hvaða kröfur eigum við að gera? Hvaða metnað eigum við að hafa? Eiga þær fjölskyldur sem flytja til landsins að vera annars, jafnvel þriðja flokks þegnar?

Þetta er löngu tímabær umræða.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home