fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Fótboltinn er skrýtinn

Jahérna. Ég var fjúríus á þriðjudaginn þegar cHELLsea jafnaði gegn Barca. ÞEgar United tapaði fyrir Danskinum í gær var mér eiginlega alveg sama. Reyndar virtist United líka vera alveg saman en....Jæja.

Lauk í gær við bókina Ghostwritten eftir David Mitchell. Maður er séní. Frábær skáldsaga sem þræðir sig gegnum mismunandi sögupersónur og tímabil sem tengjast á sérstakan, og flottan, hátt.

Næst er ég að hugsa um eitthvað léttmeti. Á til dæmis tvær Rankin bækur uppi í erminni; þá nýju og svo Black and Blue sem ég fékk í hendurnar um daginn, en hún hefur beðið mín í fórum Óttars Proppé frá því hann fékk Rankin til að árita hana fyrir mig í vor. Á maður nokkuð að vera að lesa hana, setja hana beint á Ebay? (Eflóa?)

Á morgun fer merkileg bók í prentun. Lesendur þessarar síðu (báðir) muni fá tækifæri til að eignast áritað eintak!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hver er hinn lesandinn?

þinn, son of sharif

1:45 e.h.  
Blogger Stjarnan said...

Bíð spennt eftir árituðu eintaki!

Stjarnan :-)

1:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm erum við fleiri hérna?

6:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta kallar á fjöldaáritanir í búðum held ég!

10:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home