Kaffihús bókaormsins og miðbæjarrottunnar
Gamall draumur er að rætast. Hér beint á móti, í Eymundsson Austurstræti, er verið að leggja lokahönd á kaffihús og bætt við heilli hæð fyrir erlendar bækur. Það hefur verið full langt fyrir mig að rölta á Súfistann í hádeginu. Geri ráð fyrir að vera tíðari gestur í Austurstrætinu. Snilld - og gott fyrir miðbæinn.
Talandi um miðbæinn: Á að opna lækinn eða ekki? Tja. Er ekki um að gera? Kýla á það?
Jú.
En hvenær verður þetta hreinsunarátak sem nýi meirihlutinn ætlaði að drífa í? Athafnastjórnmál?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home