miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Nú er gaman

Eða er það ekki? Styttist í stysta VISA tímabil ársins. Lognið á undan storminum. Fékk góða bók í hendurnar í gær, Undir himninum, eftir Eirík Guðmundsson. Stórskemmtilegur Krumma fundur í skrifstofum Bjarts. Athyglisverðar umræður um kosningarnar í BNA, að fornu, nýju og í framtíðinni. Athyglisverðar uppljóstranir um prófkjör Sjálfstæðisflokkinn (sem allir vlija nú sópa undir teppið með því að tala illa um Samfylkinguna). Skemmtileg flækja í gangi milli Skúla Helga og sme reyndar. Kveikjan að færslu sme var reyndar bloggið hans Gumma um undarlegar fréttaáherslur Blaðsins, sem fjallar um gamlar skoðanakannanir í stað þess að nefna að um það bil 12000 manns kusu í prófkjörum Samfylkingarinnar um helgina. Top that.

Gaman gaman. Skítkalt.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home